...RebbiReisjon...

31 mars 2006

Fuglinn floginn - til Köben!

Litli, stóri strákurinn minn er floginn! Til Köben!!!

Hann er í flugi akkúrat núna, með mömmu og pabba á leiðinni til brósa, hans kvinnu og afsprengja. Það er smá hnútur í maganum á mér en samt er ég rosa glöð fyrir hans hönd. Hann var svo spenntur að ég hef sjaldan upplifað annað eins. Yndislegt!!! ;-)

Hlakka til að heyra hvernig honum fannst að vera í flugvél og standa í þessu öllu.

Gleymdi að segja honum að passa sig á fuglaflensunni. O Jæja, mamma og pabbi sjá um það ;-)


30 mars 2006

Bæjarstjórar

Við vorum að horfa á kastljós í gær. Síðasta atriði kastljóssins var lag með karlakórnum Fóstbræðrum. Karlarnir voru allir klæddir íslenska karl-þjóðbúningnum og voru stórglæsilegir. Við sátum í sófanum, ég, Arna og Lýður. Lýður starði agndofa á alla karlana að syngja. Ég sá hvað hann var andakta yfir þessu og spurði hann hvort honum fyndist ekki karlarnir flottir og flinkir að syngja. Hann hélt áfram að stara, risastórum galopnum augum og sagði svo:

- 'Þetta eru bæjarstjórar!'

21 mars 2006

Flensubæli 45

Þetta er þriðja vikan sem veikindi herja á íbúa í Hraunbrúninni. Hilmir Hrafn, hraustasti maður í heimi, byrjaði - var lasinn í heila viku. Lýður kom inn á aðfaranótt miðvikudagsins þá vikuna, grét meira og minna alla þá nótt vegna eyrnabólgu. Hann var svo heima fram yfir helgina. Í síðustu viku var ég heima með Örnu, alla vikuna. Á föstudeginum var hún orðin býsna góð og leyfði ég mér að fara með hana í verslun en það orsakaði hitaaukningu - henni sló niður og er enn lasin, húrra, fyrir mömmu!

03 mars 2006

Fundur og veitingar

Enn einn fundurinn í vinnunni. Svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki væru allar veitingarnar. Það er svo vel veitt að yfirleitt fer restin af helginni í eftirköst, sum ekkert gleðileg. Veit ekki hvort viljastyrkurinn er nægur til að láta veitingar eiga sig. Ætla að láta það ráðast.

Aumingja Svenni og börnin...