...RebbiReisjon...

30 mars 2006

Bæjarstjórar

Við vorum að horfa á kastljós í gær. Síðasta atriði kastljóssins var lag með karlakórnum Fóstbræðrum. Karlarnir voru allir klæddir íslenska karl-þjóðbúningnum og voru stórglæsilegir. Við sátum í sófanum, ég, Arna og Lýður. Lýður starði agndofa á alla karlana að syngja. Ég sá hvað hann var andakta yfir þessu og spurði hann hvort honum fyndist ekki karlarnir flottir og flinkir að syngja. Hann hélt áfram að stara, risastórum galopnum augum og sagði svo:

- 'Þetta eru bæjarstjórar!'

0 Athugasemd/ir:

Skrifa ummæli

<< Heim