...RebbiReisjon...

23 febrúar 2006

Tröllavísur

Tröllið stórt, er ljótt
og það étur þig mjög fljótt.
Ef þú heyrir eitthvert harmakvein
þú kominn ert inn í tröllaheim.
Étur það telpu, étur það dreng
það telur þig mjög dýran feng.
Inni í því er fullt af ógeðslegu,
eitt af öllu á alla vegu,
dýr og draugar og sundlaugar.

En krumminn svartur kjaftaði frá
í mennina: 'þarna er tröll, að gá!'
Mennirnir ærðust og tröllið þeir drápu
og notuðu skinnfötin í kápu.
En hin tröllin ei þetta vissu
og gerðu þá mjög skrýtna skissu.
Þau fóru til mannabyggða og sáu tröllið dautt
flest þeirra voru þar snautt,
því mennirnir eitt þeirra drápu og annað og þriðja
og hin fóru strax að biðja:
'Gerið það, ekki drepa mig, ég fæ hvorki vott né þurrt'
Maður einn sagði: 'Jæja þá, snautiði burt!'
Þau dóu úr gorti og matarskorti

Köttur úti í mýri
setur á sig stýri
úti er ævintýri.


( Höf. Hilmir Hrafn Hilmarsson – 13. feb. 2006 )

0 Athugasemd/ir:

Skrifa ummæli

<< Heim