...RebbiReisjon...

28 apríl 2006

Prufa

27 apríl 2006

Boot Camp

Þriðji í Boot Camp í dag. Hlakka eiginlega til í dag. Í gær ( annar í BC ) bæði kveið ég fyrir og hlakkaði til.

Fyrsti í BC var horror. Vorum látin hlaupa frá Hress og niður á Víðistaðatún í einum rikk. Hef ekki hlaupið í mörg ár, svo það má segja að team'ið hafi dregið mig áfram. Svo voru alls konar æfingar, sem á endanum gerðu mig fjólubláa í framan. Ég fór ekki seint að sofa þennan dag ;-) Gekk um eins og níræð kelling daginn eftir.

Líður betur eftir æfingar gærdagsins og er viss um að þetta verður gott mál.

24 apríl 2006

ELDUR!!!

Lýður og Arna voru uppi í rúmi hjá okkur í gærmorgun að kúra og böðlast. Allt í einu rekur Lýður við með óhljóðum. 'Ég var að prumpa', segir hann og hlær. Svo kom smá þögn og svo: 'ELDUR!!!'

18 apríl 2006

Tjörnin

Við fórum niður að Reykjavíkurtjörn í gær til að gefa öndunum brauð. Þegar við komum að tjörninni spurði Lýður: 'Eru nokkuð krókódílar í vatninu?'

11 apríl 2006

Lokaðu augunum, Arna!

Hún er soldið krútt. Við erum að fara að lúlla á kvöldin. Mamma leggst við hliðina á Örnu sinni og þegar spjallinu er lokið segir mamma: 'Arna! Loka augunum!' Þá leggur Arna sinn hvorn vísifingurinn á augnlokin til að loka þeim og rekur út úr sér tunguna! ;-) Algjört krútt!

03 apríl 2006

Skáldið komið heim

Skáldið er komið heim. Hann var í DK um helgina með ömmu og afa. Hann svífur eiginlega ennþá. Honum var mjög mál að mæla þegar hann kom heim. Sagði frá öllu sem á dagana hafði drifið, oftar en einu sinni ;-)

Hann fékk smá pening frá pabba sínum og svo aðeins í viðbót frá okkur. Hann kom heim með gjöf á kjaft! Eitt stykki á hvert systkin, mömmu og Svenna, smá handa pabba og líka handa kennararnum sínum ;-) Ekkert smá sætur!

Hún slefar!

Lýður er ekki alltaf á því að kyssa systur sína. Honum finnst hún slefa full mikið.

Á laugardagskvöld var komið að því að fara að lúlla. Pabbi var búinn að hátta Lýð og bursta tennur og mamma var að enn að hátta Örnu. Feðgarnir koma að mæðgunum og Lýður er hvattur til að kyssa systur sína góða nótt. Hann þverneitar með þeim rökum að hún slefi of mikið. Pabbi beygir sig niður að Örnu og kyssir hana. Þegar hann hefur reist sig við aftur, réttir Lýður upp höndina, þurrkar pabba sínum um munninn og þurrkar svo bleytuna í náttfötin sín.


MJÖÖÖÖG fyndið!