...RebbiReisjon...

03 apríl 2006

Hún slefar!

Lýður er ekki alltaf á því að kyssa systur sína. Honum finnst hún slefa full mikið.

Á laugardagskvöld var komið að því að fara að lúlla. Pabbi var búinn að hátta Lýð og bursta tennur og mamma var að enn að hátta Örnu. Feðgarnir koma að mæðgunum og Lýður er hvattur til að kyssa systur sína góða nótt. Hann þverneitar með þeim rökum að hún slefi of mikið. Pabbi beygir sig niður að Örnu og kyssir hana. Þegar hann hefur reist sig við aftur, réttir Lýður upp höndina, þurrkar pabba sínum um munninn og þurrkar svo bleytuna í náttfötin sín.


MJÖÖÖÖG fyndið!

0 Athugasemd/ir:

Skrifa ummæli

<< Heim